Lars er ekkert fúll út í Aron Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2013 00:01 Það var létt yfir Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara á fundinum í gær en hann er bjartsýnn á komandi verkefni.fréttablaðið/vilhelm Aron Jóhannsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu á Laugardalsvelli þann 7. júní næstkomandi. Aron hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin. Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck kynnti í gær 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Ísland vann fyrri leikinn ytra, 1-2, og er í öðru sæti riðilsins. Það er því pressa á liðinu fyrir leikinn að standa sig vel. Liðið verður án þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem eru í leikbanni og Grétar Rafn Steinsson er meiddur. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum í gær var Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og getur því bæði spilað fyrir Ísland og Bandaríkin. Hann hefur ekki enn spilað A-landsleik og er því gjaldgengur í bæði landslið. Lagerbäck sagði á blaðamannafundinum í gær að hann hefði rætt lengi við Aron, sem hefði ekki gefið kost á sér í hópinn. Leikmaðurinn hefur einfaldlega ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin, sem hafa sýnt honum áhuga. Svíinn segist ekki vera í neinni fýlu út í Aron þó svo að hann hafi ekki gefið kost á sér í liðið að þessu sinni. Hann hefði þó líklega valið Aron í hópinn ef hann hefði gefið kost á sér. „Ég mun halda áfram að hafa samband við Aron. Síðast þegar ég talaði við hann fyrir um tveimur vikum vissi hann ekki að það væri ekki hægt að prófa að spila með öðru hvoru liðinu í æfingaleik. Ef hann spilar fyrir annað hvort liðið verður hann að gera það áfram,“ sagði Lagerbäck. „Mitt mat er að það sé betra fyrir að hann að spila fyrir Ísland og ég mun koma þeirri skoðun minni áfram á framfæri við hann. Maður verður samt að bera virðingu fyrir fólki og þeim ákvörðunum sem það tekur. Ég fer ekki í neina fýlu þó að hann ákveði að spila fyrir Bandaríkin.“ Það eru tiltölulega kunnugleg nöfn í hópnum en Þórarinn Ingi Valdimarsson er reynsluminnsti maðurinn í honum með aðeins einn spilaðan landsleik. Enginn útileikmaður í Pepsi-deildinni er í hópnum og enginn úr deildinni kom til greina að þessu sinni. Lagerbäck bauð upp á powerpoint-sýningu að vanda.Mynd/Vilhelm „Það er alltaf auðvelt að velja svona 12-16 leikmenn í hópinn en svo vandast valið með síðustu mennina. Á maður að velja leikmenn sem eru lítið að spila en eru samt reyndir og sterkir leikmenn? Það erfiðaði líka valið að við erum án lykilmanns eins og Gylfa. Ég þurfti því að hugsa um hvernig væri best að velja í hópinn þar sem hann er ekki með. Það var því ýmislegt sem ég þurfti að hugsa um,“ sagði Lars og bætti við að það væri líka ákveðinn hausverkur að velja varnarmenn þar sem þar væru margir jafnir leikmenn. Lagerbäck hefur iðulega þurft að gera breytingar á vörninni milli leikja en er hann búinn að gera það upp við sig hvaða fjórir leikmenn muni standa vaktina í leiknum gegn Slóvenum? „Ég hef nokkuð góða hugmynd um það. Auðvitað skiptir samt máli hvernig menn munu standa sig á æfingum.“ Gengi liðsins í undankeppninni hefur verið gott og Lagerbäck fer ekkert leynt með að hann stefnir á að halda öðru sæti riðilsins og komast þar með í umspil um laust sæti á HM. „Ég býst við því að fólk geri væntingar til okkar í þessum leik. Það er að mörgu leyti jákvætt að fá slíka pressu og að fólki sé ekki sama um liðið. Það þýðir að við erum að gera eitthvað gott. Á sama tíma þurfa leikmenn að gera sér grein fyrir því að við erum ekki orðnir neinir heimsmeistarar enn þá. Við verðum að halda áfram að leggja gríðarlega mikið á okkur. Ég býst við erfiðum leik gegn Slóvenum og ef við spilum ekki vel þá töpum við.“ Aron Jóhannsson fagnar bikmarmeistaratitli AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty Markmenn Gunnleifur Gunnleifs., Breiðablik 24 landsleikir Hannes Þór Halldórsson, KR 11 Ögmundur Kristinsson, Fram NýliðiVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, SK Brann 34/0 mörk Ragnar Sigurðsson FCK 26/0 Kári Árnason, Rotherham United 24/2 Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FCK 21/0 Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg 21/0 Ari Freyr Skúlason, Sundsvall 10/0 Hallgrímur Jónasson, SønderjyskE 6/3Miðjumenn Emil Hallfreðsson, Hellas Verona 36/1 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff 34/0 Helgi Valur Daníelsson, AIK 26/0 Rúrik Gíslason, FCK 21/1 Birkir Bjarnason, Pescara Calcio 19/2 Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem 17/1 Þórarinn I. Valdimarsson, Sarpsborg 1/0Sóknarmenn Eiður S. Guðjohnsen, Club Brugge 70/24 Gunnar H. Þorvaldsson, Norrköping 23/2 Arnór Smárason, Esbjerg 15/1 Kolbeinn Sigþórsson, Ajax 13/8 Alfreð Finnbogason, Heerenveen 13/3 Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Aron Jóhannsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu á Laugardalsvelli þann 7. júní næstkomandi. Aron hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin. Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck kynnti í gær 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Ísland vann fyrri leikinn ytra, 1-2, og er í öðru sæti riðilsins. Það er því pressa á liðinu fyrir leikinn að standa sig vel. Liðið verður án þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem eru í leikbanni og Grétar Rafn Steinsson er meiddur. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum í gær var Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og getur því bæði spilað fyrir Ísland og Bandaríkin. Hann hefur ekki enn spilað A-landsleik og er því gjaldgengur í bæði landslið. Lagerbäck sagði á blaðamannafundinum í gær að hann hefði rætt lengi við Aron, sem hefði ekki gefið kost á sér í hópinn. Leikmaðurinn hefur einfaldlega ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin, sem hafa sýnt honum áhuga. Svíinn segist ekki vera í neinni fýlu út í Aron þó svo að hann hafi ekki gefið kost á sér í liðið að þessu sinni. Hann hefði þó líklega valið Aron í hópinn ef hann hefði gefið kost á sér. „Ég mun halda áfram að hafa samband við Aron. Síðast þegar ég talaði við hann fyrir um tveimur vikum vissi hann ekki að það væri ekki hægt að prófa að spila með öðru hvoru liðinu í æfingaleik. Ef hann spilar fyrir annað hvort liðið verður hann að gera það áfram,“ sagði Lagerbäck. „Mitt mat er að það sé betra fyrir að hann að spila fyrir Ísland og ég mun koma þeirri skoðun minni áfram á framfæri við hann. Maður verður samt að bera virðingu fyrir fólki og þeim ákvörðunum sem það tekur. Ég fer ekki í neina fýlu þó að hann ákveði að spila fyrir Bandaríkin.“ Það eru tiltölulega kunnugleg nöfn í hópnum en Þórarinn Ingi Valdimarsson er reynsluminnsti maðurinn í honum með aðeins einn spilaðan landsleik. Enginn útileikmaður í Pepsi-deildinni er í hópnum og enginn úr deildinni kom til greina að þessu sinni. Lagerbäck bauð upp á powerpoint-sýningu að vanda.Mynd/Vilhelm „Það er alltaf auðvelt að velja svona 12-16 leikmenn í hópinn en svo vandast valið með síðustu mennina. Á maður að velja leikmenn sem eru lítið að spila en eru samt reyndir og sterkir leikmenn? Það erfiðaði líka valið að við erum án lykilmanns eins og Gylfa. Ég þurfti því að hugsa um hvernig væri best að velja í hópinn þar sem hann er ekki með. Það var því ýmislegt sem ég þurfti að hugsa um,“ sagði Lars og bætti við að það væri líka ákveðinn hausverkur að velja varnarmenn þar sem þar væru margir jafnir leikmenn. Lagerbäck hefur iðulega þurft að gera breytingar á vörninni milli leikja en er hann búinn að gera það upp við sig hvaða fjórir leikmenn muni standa vaktina í leiknum gegn Slóvenum? „Ég hef nokkuð góða hugmynd um það. Auðvitað skiptir samt máli hvernig menn munu standa sig á æfingum.“ Gengi liðsins í undankeppninni hefur verið gott og Lagerbäck fer ekkert leynt með að hann stefnir á að halda öðru sæti riðilsins og komast þar með í umspil um laust sæti á HM. „Ég býst við því að fólk geri væntingar til okkar í þessum leik. Það er að mörgu leyti jákvætt að fá slíka pressu og að fólki sé ekki sama um liðið. Það þýðir að við erum að gera eitthvað gott. Á sama tíma þurfa leikmenn að gera sér grein fyrir því að við erum ekki orðnir neinir heimsmeistarar enn þá. Við verðum að halda áfram að leggja gríðarlega mikið á okkur. Ég býst við erfiðum leik gegn Slóvenum og ef við spilum ekki vel þá töpum við.“ Aron Jóhannsson fagnar bikmarmeistaratitli AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty Markmenn Gunnleifur Gunnleifs., Breiðablik 24 landsleikir Hannes Þór Halldórsson, KR 11 Ögmundur Kristinsson, Fram NýliðiVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, SK Brann 34/0 mörk Ragnar Sigurðsson FCK 26/0 Kári Árnason, Rotherham United 24/2 Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FCK 21/0 Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg 21/0 Ari Freyr Skúlason, Sundsvall 10/0 Hallgrímur Jónasson, SønderjyskE 6/3Miðjumenn Emil Hallfreðsson, Hellas Verona 36/1 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff 34/0 Helgi Valur Daníelsson, AIK 26/0 Rúrik Gíslason, FCK 21/1 Birkir Bjarnason, Pescara Calcio 19/2 Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem 17/1 Þórarinn I. Valdimarsson, Sarpsborg 1/0Sóknarmenn Eiður S. Guðjohnsen, Club Brugge 70/24 Gunnar H. Þorvaldsson, Norrköping 23/2 Arnór Smárason, Esbjerg 15/1 Kolbeinn Sigþórsson, Ajax 13/8 Alfreð Finnbogason, Heerenveen 13/3
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira