Enski boltinn

Stoke ræður Mark Hughes

Stoke City hefur staðfest að Mark Hughes er orðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við liðinu af Tony Pulis sem var látinn fara á dögunum.

Hughes hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá QPR í nóvember á síðasta ári. Mark Bowen verður aðstoðarmaður Hughes.

Stoke mun halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins.

Hughes hefur víða komið við á ferli sínum sem knattspyrnustjóri og stýrt Fulham, Man. City, Blackburn og að sjálfsögðu síðan QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×