Enski boltinn

Eftirhermur norskra táninga á Luis Suarez slá í gegn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vegard „Luis Suarez“ Olsen
Vegard „Luis Suarez“ Olsen

Tæplega 800 þúsund manns hafa horft á myndband fimm norskra táninga þar sem þeir gera stólpagrín að Luis Suarez, framherja Liverpool.

„Þetta gerðist skyndilega og við erum ekki almennilega búnir að átta okkur á þessu,“ segir Endre Leikvoll 16 ára Norðmaður í samtali við Aftenposten. Í myndbandinu er bregður félagi hans Vegard Olsen sé í gervi Luis Suarez við kunnuglegar aðstæður.

Á dagskránni er meðal annars „hinn svangi Suarez“, „markvörðurinn Suarez“, „vælukjóinn Suarez“ og „fagmaðurinn Suarez“. Vegard og Endre eru báðir miklir stuðningsmenn Liverpool og telja Suarez besta leikmann deildarinnar.

„En það er synd hvernig hann hegðar sér. Kannski væri betra að vera með framherja sem væri næstum því jafngóður en kynni að hegða sér,“ segjr Endre og bætir við:

„Ef við hefðum gert myndband af öllu því sem gerir hann svo stórkostlegan þá hefði það aldrei fengið svona áhorf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×