Námið mæti þörfum atvinnulífs á Íslandi Þorgils Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira