Námið mæti þörfum atvinnulífs á Íslandi Þorgils Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“ Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Alls eru 1.300 nýnemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimmtán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunarfræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlutverkum okkar að efla samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tæknimenntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskiptafræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrirtækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamenntuðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síðustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nemenda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira