Enski boltinn

United-menn enn að fagna í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Leikmenn Manchester United tóku við Englandsmeistaratitlinum á Old Trafford í gær eftir 2-1 sigur á Swansea City í síðasta heimaleik liðsins undir stjórn Sir Alex Ferguson. Tilfinningarnar báru suma ofurliði í kveðjuveislu Fergie í gær en menn þar á bæ tóku upp þráðinn í dag og héldu áfram að fagna tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins.

Liðsmenn og þjálfarar Manchester United fóru í rútuferð um Manchester-borg í kvöld þar sem þeir skemmtu sér og öllum þeim stuðningsmönnum félagsins sem umkringdu leiðina frá Old Trafford niður á Albert torgið.

Hér fyrir ofan má sjá myndir af fögnuðinum í Manchester í dag en það var ekkert leiðinlegt fyrir stuðningsfólk Manchester United að syngja og tralla með hetjunum sínum í kvöld.

Vísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×