Fótbolti

Aron Jóhannsson ekki á leiðinni til Celtic

Aron Jóhannsson í leik gegn Heereenveen
Aron Jóhannsson í leik gegn Heereenveen Mynd/Gettyimages
Aron Jóhannsson, leikmaður AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins sem hefur verið orðaður við Glasgow Celtic birti mynd á Twitter síðu sinni í dag sem sýndi að hann væri nýlentur í Glasgow.

Aron var síðast orðaður við Celtic fyrir nokkrum dögum og talið er að Neil Lennon lítist jafnvel betur á Aron heldur en Alfreð Finnbogason þar sem verðmiðinn á Aroni er töluvert lægri. Lennon fór að fylgjast með Alfreði og Aroni og sá Aron skora tvö mörk þegar AZ mætti Heereenveen í hollenska bikarnum. Aron sem kom til AZ í upphafi 2013 hefur spilað vel fyrri hlut tímabilsins með AZ Alkmaaar og skorað 17 mörk í öllum keppnum.

Stuðningsmenn Celtic urðu strax spenntir á Twitter yfir komu Arons til Celtic en hann er aðeins að stoppa stutt í Glasgow á leiðinni til Dubai þar sem Aron ætlar að slappa af yfir áramótin.

Var að lenda, spennandi skrifaði Aron við þessa myndMynd/Twitter-síða Arons



Fleiri fréttir

Sjá meira


×