Fótbolti

Amma gamla ruddist inn á völlinn | Myndband

Það var mikil stemning hjá stuðningsmönnum Braga er liðið þeirra vann upp tveggja marka forskot Maritimo og tryggði sér gott stig.

Fyrir vikið fer Braga inn í jólafríið í sjöunda sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar.

Nokkrir stuðningsmenn Braga misstu sig í gleðinni eftir leik og hlupu inn á völlinn til þess að fagna með sínum mönnum. Það er auðvitað stranglega bannað.

Sérstaka athygli vakti eldri kona sem hafði gert sér lítið fyrir og hlaupið inn á en slík sjón er alls ekki algeng.

Hún var nú ekki par hrifin er öryggisverðir fóru að skipta sér af henni eins og sjá má myndbandinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×