Fótbolti

Segir Fríðu og Pedersen mynda besta sóknartvíeykið í Noregi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir.
Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir. MYND/INSTAGRAM
Knattspyrnukonan, Hólmfríður Magnúsdóttir, sló heldur betur í gegn í norska bikarnum um helgina þegar hún skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt mark í sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitunum.

Níu af 11 leikmönnum liðsins sem byrjuðu leikinn í gær koma erlendis frá, þrír Íslendingar , þrír Brasilíumenn , tveir Bandaríkjamenn og Íri voru í byrjunarliðinu í gær ásamt tveimur heimstúlkum frá Noregi.

„Þegar við vorum að undirbúa liðið fyrir tímabilið var markmiðið alltaf að reyna fá eins marga heimastúlkur og við gátum en norsku leikmennirnir vildu einfaldlega ekki flytja hingað,“ sagði Roar Wold, þjálfari Avaldsnes, eftir leikinn í gær við Aftenposten

„Þá urðum við að reyna að fá gæðaleikmenn erlendis frá. Við rekum knattspyrnudeildina á 5-6 milljónir norskar á ári  og það er umtalsvert minna en rekstrar kostnaður Lillestrøm,“ sagði Wold en Avaldsnes mætir Lillestrøm í úrslitum bikarsins.

„Mínir leikmenn fara oft ekki fram á mikil laun og vilja koma hingað til að upplifa ákveðið ævintýri,“ segir Wold sem hefur greinilega mikla trú á Hólmfríði. Hann segir sóknardúettinn Hólmfríði og Cecilie Pedersen þann besta í Noregi þegar þær ná sér á strik.

„Á því leikur ekki nokkur vafi.“

HólmfríðurMagnúsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir leika allar með Avaldsnes. Bikarúrslitaleikurinn fer síðan fram á Ullevaal-vellinum 23. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×