Fótbolti

Messi ekki með Argentínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi verður ekki með argentínska landsliðinu í undankeppni HM er þegar liðið mætir Perú og Úrúgvæ 11. og 15. október.

Messi tognaði aftan í læri í leik gegn Almeria í spænsku úrvalsdeildinni og verður frá keppni næstu tvær vikurnar.

Argentína er í efsta sæti Suður-Ameríkuriðilsins og er liðið nú þegar komið á lokamótið í Brasilíu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×