Erlent

Fyrrum borgarstjóri New Orleans kærður fyrir mútur og fjársvik

Ray Nagin fyrrum borgarstjóri New Orleans hefur verið ákærður fyrir mútur, fjársvik, peningaþvætti og skattsvik.

Nagin var borgarstjóri á árunum 2002 til 2010 en komst í sviðsljós heimsins þegar fellibylurinn Katrína lagði borgina í rúst árið 2005.

Glæpir hans í starfi hófust árið 2004 þegar hann fór að taka á móti greiðslum gegn greiðum frá þeim sem sömdu um ýmis verkefni fyrir borgaryfirvöld.

Fjórir af samstarfsmönnum Nagin hafa þegar játað þátttöku sína í glæpum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×