Enski boltinn

Stuðningsmenn Arsenal gerðu aðsúg að Nasri og Chamakh

Nasri og Chamakh brostu ekki í gær.
Nasri og Chamakh brostu ekki í gær.
Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Man. City, og Marouane Chamakh, leikmaður Arsenal sem er í láni hjá West Ham, komust í hann krappann fyrir leik Arsenal og Man. City í gær.

Þeir voru að labba saman að vellinum er hópur stuðningsmanna Arsenal fór að gera þeim lífið leitt með dónaskap.

Á myndbandinu sem sjá má með fréttinni heyrist einn stuðningsmannanna segja: "Hey, þarna er fíflið Nasri." Svo fá þeir báðir að heyra það.

Stuðningsmennirnir reyna að æsa félagana upp. Einn þeirra réttir Nasri hendina en dregur hana svo frá er Nasri ætlar að heilsa honum. Klassískt trix þar á ferðinni. Þá sagði Nasri: "Hver fjandinn er að þér?".

Chamakh biður stiðningsmennina um að sýna smá virðingu en talaði fyrir daufum eyrum. Þeir félagar sleppa þó burt áður en kemur til handalögmála.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×