Enski boltinn

Cech vill ekki missa Lampard

Frank Lampard.
Frank Lampard.
Það er lítil stemning fyrir því í búningsklefa Chelsea að missa Frank Lampard frá félaginu. Markvörðurinn Petr Cech hefur nú gefið það út að Lampard eigi skilið nýjan samning hjá félaginu.

Lampard verður samningslaus í sumar og fátt bendir til þess að leikmaðurinn verði áfram hjá félaginu. Umboðsmaður hans hefur þegar gefið út að Lampard muni fara.

"Það eru enn sex mánuðir eftir og það getur margt gerst á þeim tíma. Ef hann heldur áfram að spila svona þá verður erfitt fyrir félagið að bjóða honum ekki nýjan samning. Hann er enn mjög mikilvægur fyrir liðið," sagði Tékkinn Cech.

Stuðningsmenn félagsins eru æfir yfir því að Lampard fái ekki nýjan samning og krefjast þess í hverjum leik að félagið semji við Lampard á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×