Enski boltinn

Pellegrini staðfestir að City sé á eftir honum

Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.

Manuel Pellegrini, þjálfari Malaga, er enn orðaður sterklega við Man. City en Roberto Mancini er hættur sem stjóri liðsins og City vantar því nýjan stjóra.

Pellegrini sjálfur er að hætta hjá Malaga og er sagður vera efstur á blaði hjá eigendum City.

Pellegrini hefur í fyrsta skipti gefið til kynna að hann sé á leið til City.

"Ég er svo lánsamur að eiga ýmsa möguleika á nýjum störfum og City er þar á meðal," sagði Pellegrini sem stýrði Malaga í síðasta skipti á heimavelli í gær.

Pellegrini gerði frábæra hluti með Malaga og fór meðal annars með liðið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í vetur og liðið var mjög óheppið að fara ekki alla leið í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×