Fótbolti

Ólafur Ingi í sigurliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Zulte-Waregem í fyrsta sinn síðan í október þegar að lið hans, 2-1, vann Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ólafur Ingi spilaði í 80 mínútur en sigurmark Zulte-Waregem kom á lokamínútum leiksins. Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði Cercle Brugge og spilaði allan leikinn.

Leuven, lið Stefáns Gíslasonar, vann 1-0 sigur á Charleroi. Stefán tók út leikbann í kvöld.

Zulte-Waregem er í öðru sæti deildarinnar með 50 stig, fimm stigum á eftir toppliði Anderlecht. Leuven er í tíunda sæti með 31 stig en Cercle Brugge sem fyrr í botnsæti deildarinnar.

Í Hollandi vann Groningen 1-0 sigur á AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ en var skipt af velli á 61. mínútu. Aron Jóhannsson gekk til liðs við AZ í vikunni en er frá vegna meiðsla.

NAC vann Zwolle, 3-0, en Rúnar Már Sigurjónsson samdi við síðarnefnda liðið í vikunni. Hann var þó ekki á leikskýrslu í dag.

AZ er í tíunda sæti deildarinnar með 24 stsig en Zwolle í sextánda með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×