Lífið

Þriggja ára gömul íslensk hráskinka

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kokkarnir veisluþjónusta Bjóða upp á þriggja ára hráskinku.
Kokkarnir veisluþjónusta Bjóða upp á þriggja ára hráskinku.
„Ég held við séum fyrstir, og þeir einu, á Íslandi til þess að bjóða upp á svona hráskinku, sem tekur um þrjú ár í framleiðslu,“ segir Rúnar Gunnarsson, eigandi Kokkanna veisluþjónustu.

Við upphaf framleiðslunnar er skinkan um þrettán kíló en eftir þriggja ára þurrkun og verkun er skinkan orðin sjö kíló.

„Fólk trúir því varla að þetta sé íslenskt vegna þess að þær íslensku skinkur sem í boði eru, hafa eingöngu verið í vinnslu í tvo til þrjá mánuði,“ útskýrir Rúnar. Hann byrjaði á að bjóða upp á skinkuna hjá veisluþjónustu sinni fyrir um tveimur árum.

Hann stefnir þó ekki á að setja skinkuna í almenna sölu. „Þetta er svo dýrt í framleiðslu að það borgar sig ekki að fara með þetta í almenna sölu. Þetta er í raun bara áhugamál, dýrt áhugamál,“ bætir Rúnar við léttur í lundu og segir jafnframt að honum þyki skinkan svo góð að hann fari líklega að breytast í svín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.