Erlent

Fílar Afríku í hættu staddir

Á næsta áratug er óttast að fimmtungur fíla í Afríku verði drepnir.
Á næsta áratug er óttast að fimmtungur fíla í Afríku verði drepnir. Mynd/EPA
Á síðasta ári voru um 22 þúsund fílar drepnir í Afríku. Það er heldur minna en árið áður þegar 25 þúsund fílar voru drepnir.

Afrískir fílar eru engu að síður í útrýmingarhættu. Óttast er að allt að fimmtungur Afríkufíla falli fyrir hendi veiðiþjófa á næstu tíu árum, ef veiðiþjófnaður heldur áfram í sama mæli og hingað til.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá CITES, alþjóðlegri eftirlitsstofnun með verslun með tegundir í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×