Lífið

Barn og leynibrúðkaup

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jennifer er nú móðir og eiginkona.
Jennifer er nú móðir og eiginkona. Nordicphotos/getty
Leikkonan Jennifer Love Hewitt eignaðist sitt fyrsta barn, fallega dóttur, með Brian Hallisay í gær. Ekki er nóg með það heldur létu Jennifer og Brian líka gefa sig saman í laumi.

„Jennifer Love Hewitt og eiginmaður hennar Brian Hallisay eru í skýjunum með að tilkynna fæðingu dóttur þeirra. Autumn James Hallisay fæddist 26. nóvember,“ segir kynningarfulltrúi leikkonunnar.

Jennifer og Brian leika saman í þáttunum Client List og tilkynntu að þau væru trúlofuð í júní á þessu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×