Ragnheiður Ösp: Erfitt að koma í veg fyrir hönnunarstuld Sara McMahon skrifar 4. október 2013 07:00 Danska verslunarkeðjan Stoff & Stil selur uppskrift og efnivið í púða sem líkjast mjög Notknot púða vöruhönnuðarins Ragnheiðar Aspar Sigurðardóttur. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Þetta er dönsk efnavöruverslun og hún selur allt sem þarf í púðann: strokkana, fyllinguna og leiðbeiningar. Það var stelpa sem hafði samband og lét mig vita af þessu. Í kjölfarið hafði ég samband við forsvarsmenn verslunarinnar en fékk mjög skrítin svör frá þeim,“ segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir um stuld dönsku keðjunnar Stoff & Stil á hönnun hennar, Notknot púðanum. Aðspurð kveðst Ragnheiður Ösp lítið geta gert í málinu og það þó höfundarétturinn tilheyri henni. „Ég fékk þau svör að þau hefðu fengið þessa hugmynd árið 2011, sama ár og ég kynnti púðana á Hönnunarmars. Þeirra vara kom þó ekki í verslanir fyrr en jólin 2012 sem mér þykir skrítið. Ég gæti fengið mér lögfræðing og farið í mál en svo er spurning hvort maður hafi tíma og orku í slíkt. Þetta er stórt og rótgróið fyrirtæki og líklegt að þau geti snúið sér út úr þessu með því að gera smávægilegar breytingar á hönnuninni,“ útskýrir Ragnheiður Ösp. Hönnuðurinn hefur lent í álíka máli áður, þá í gegnum vefverslunina Etsy. „Þar getur fólk selt eigið handverk og sumir hafa reynt að selja púða eins og mína. En aðstandendur Etsy eru mjög strangir með slíkt og hafa yfirleitt hent viðkomandi út um leið.“Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir.Stuldur algengur Í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture hafi framleitt kolla sem þóttu furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Að auki hafa eftirlíkingar af Hoch die Tassen bollum Hrafnkels Birgissonar og skegghúfu Vík Prjónsdóttur skotið upp kollinum. Spurð hvað sé til ráða segir Ragnheiður Ösp að það geti reynst litlum hönnunarfyrirtækjum erfitt að verja sig gegn stuldi því það sé einfaldlega of dýrt. „Það er hægt að kaupa einkaréttinn á vörunni, sérstaklega ef notuð er óhefðbundin aðferð við framleiðslu hennar, en það kostar einhverjar hundrað þúsund krónur og nýjir hönnuðir eiga erfitt með að reiða slíka upphæð af hendi,“ segir hún að lokum. HönnunarMars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta er dönsk efnavöruverslun og hún selur allt sem þarf í púðann: strokkana, fyllinguna og leiðbeiningar. Það var stelpa sem hafði samband og lét mig vita af þessu. Í kjölfarið hafði ég samband við forsvarsmenn verslunarinnar en fékk mjög skrítin svör frá þeim,“ segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir um stuld dönsku keðjunnar Stoff & Stil á hönnun hennar, Notknot púðanum. Aðspurð kveðst Ragnheiður Ösp lítið geta gert í málinu og það þó höfundarétturinn tilheyri henni. „Ég fékk þau svör að þau hefðu fengið þessa hugmynd árið 2011, sama ár og ég kynnti púðana á Hönnunarmars. Þeirra vara kom þó ekki í verslanir fyrr en jólin 2012 sem mér þykir skrítið. Ég gæti fengið mér lögfræðing og farið í mál en svo er spurning hvort maður hafi tíma og orku í slíkt. Þetta er stórt og rótgróið fyrirtæki og líklegt að þau geti snúið sér út úr þessu með því að gera smávægilegar breytingar á hönnuninni,“ útskýrir Ragnheiður Ösp. Hönnuðurinn hefur lent í álíka máli áður, þá í gegnum vefverslunina Etsy. „Þar getur fólk selt eigið handverk og sumir hafa reynt að selja púða eins og mína. En aðstandendur Etsy eru mjög strangir með slíkt og hafa yfirleitt hent viðkomandi út um leið.“Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir.Stuldur algengur Í fyrra sagði Fréttablaðið frá því að dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture hafi framleitt kolla sem þóttu furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Að auki hafa eftirlíkingar af Hoch die Tassen bollum Hrafnkels Birgissonar og skegghúfu Vík Prjónsdóttur skotið upp kollinum. Spurð hvað sé til ráða segir Ragnheiður Ösp að það geti reynst litlum hönnunarfyrirtækjum erfitt að verja sig gegn stuldi því það sé einfaldlega of dýrt. „Það er hægt að kaupa einkaréttinn á vörunni, sérstaklega ef notuð er óhefðbundin aðferð við framleiðslu hennar, en það kostar einhverjar hundrað þúsund krónur og nýjir hönnuðir eiga erfitt með að reiða slíka upphæð af hendi,“ segir hún að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira