Fótbolti

Erfiðir leikir gegn Albaníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lagerbäck mun sjá til þess að leikmenn mæti klárir.
Lagerbäck mun sjá til þess að leikmenn mæti klárir. fréttablaðið/pjetur
Ísland og Albanía hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum. Hvort lið hefur unnið tvo sigra.

Fyrsti landsleikur þjóðanna var á Laugardalsvelli í undankeppni fyrir Evrópumótið árið 1992. Arnór Guðjohnson og Atli Eðvaldsson skoruðu mörkin. Leikurinn tafðist um stund á meðan kviknakinn karlmaður sprangaði um völlinn. Síðari leik liðanna í Tírana unnu Albanir 1-0.

Liðin mættust í þriðja sinn í æfingaleik vorið 2004. Þá sigruðu Albanir 2-1 en Þórður Guðjónsson skoraði mark Íslands. Það voru svo Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson sem tryggðu Íslandi 2-1 sigur í Tírana í yfirstandandi undankeppni.

Sigurmark Gylfa Þórs kom úr aukaspyrnu. Hafnfirðingurinn reif sig úr treyjunni svo mikil var gleðin. Fyrir vikið er hann á gulu spjaldi og þar með einu frá því að fara í leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×