Segir öryggi Eyjamanna stefnt í voða verði skurðstofu lokað Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. ágúst 2013 07:30 Elliði Vignisson Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“ Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Þau áform yfirvalda að loka skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þann 1. október næstkomandi mæta mikilli andstöðu bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Elliði Vignisson bæjarstjóri, sem sjálfur á skurðstofunni margt að þakka, segir öryggi Eyjamanna sem og gesta þar stefnt í voða og óttast að fæðingar muni heyra sögunni til í Eyjum. Á skurðstofunni vinna bæði skurð- og svæfingalæknar og segir Elliði að slíkir sérfræðingar komi að öllum tilfellum eins og alvarlegum slysum, beinbrotum, alvarlegum veikindum og barnsfæðingum, þar með töldum bráðakeisurum. „Það kom fyrir í ágúst að héðan var ekki fært í meira en einn sólarhring svo menn geta ímyndað sér hvernig það getur verið að vetri,“ segir Elliði. „Þá getur brugðið til beggja vona ef þessarar þjónustu nýtur ekki við.“Slys í Brandi Víða er vá í í Vestmannaeyjum sem óttast öryggisleysið ef skurð- og svæfingalæknir hverfa á braut. Þessi mynd er frá slysi sem varð í Brandi í síðasta mánuði þegar maður féll af klöpp.Fréttablaðið/Óskar FriðrikssonHann segir ítrekað hafa reynt á mikilvægi skurðstofunnar. Til dæmis sé ekki langt síðan maður féll fram af klöpp í Brandi og slasaðist alvarlega. En hvernig vill Elliði skera niður? „Ég myndi vilja ræða það af fullri alvöru að við byggjum þannig um hnútana að það yrði til ein velferðarstofnun sem hefði með höndum alla heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þar með talið heilbrigðisþjónustu aldraðra, dvalarheimili aldraðra, heimahjúkrun, heilsugæsluna, hjúkrunardeildirnar og félagsþjónustuna. Þannig mætti spara verulegar fjárhæðir.“ Hann segist hafa rætt við Kristján Þór Júlíusson velferðaráðherra og að ráðherrann muni funda með yfirvöldum í Eyjum í enda þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Elliði segist þekkja mikilvægi skurðstofunnar á eigin skinni. „Ég hef tvisvar lagst undir hnífinn þarna og svo er annað barna minna fætt þar,“ segir hann. „Ef þessi áform hefðu verið komin til hefðum við þurft að búa inni á fólki í viku til tíu daga í Reykjavík þar til allt væri um garð gengið og ég óttast að það verði hlutskipti margra héðan því ef af þessu verður munu allar konur með fyrsta barn fæða í Reykjavík og allar áhættumeiri fæðingar færu fram þar líka. Maður óttast það nú helst að fæðingar muni leggjast af hér.“
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira