Bíó og sjónvarp

Íslenskar myndir í brennidepli í Póllandi

Sara McMahon skrifar
Hrönn Marinósdóttir hjá Riff.
Hrönn Marinósdóttir hjá Riff.
Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli á kvikmyndahátíð sem fram fer í borginni Poznan í Póllandi um þessar mundir. Fjórar af þeim fimm kvikmyndum sem sýndar eru í flokknum New scandinavian cinema eru íslenskar.

Myndirnar sem um ræðir eru Djúpið, Svartur á leik, Eldfjall og Á annan veg. Þær voru allar valdar inn á hátíðina í samstarfi við stjórnendur Riff.

Einnig eru Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff, og Elísabet Ronaldsdóttir, sem situr í stjórn Riff, gestir hátíðarinnar í Poznan. Aðrir gestir hátíðarinnar eru meðal annars Thurston Moore og Íslandsvinurinn Yoko Ono.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×