Innlent

Þjóðvegur 1 verður breikkaður á Hellisheiðinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikil umferð er oft um Hellisheiði. Mynd/Páll Bergmann
Mikil umferð er oft um Hellisheiði. Mynd/Páll Bergmann Mynd úr safni
Samningur milli Vegagerðarinnar og Ístaks hf. um breikkun hringvegarins yfir Hellisheiði og niður Kambana var undirritaður í gær.

Stendur til að breikka þjóðveg 1 á 14,8 kílómetra kafla. Verður vegurinn svokallaður 2+1 vegur yfir heiðina að framkvæmdum loknum, eða þrjár akreinar, en vegurinn niður Kambana 2+2, eða fjórar akreinar.

Framkvæmdir hefjast í haust og stendur til að ljúka þeim árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×