Innlent

Ósáttir við hjólabann í Ásbyrgi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Georg Hilmarsson, félagi Arons Reynissonar, hjólar á stígnum við Hólmatungur milli Dettifoss og Hljóðakletta.
Georg Hilmarsson, félagi Arons Reynissonar, hjólar á stígnum við Hólmatungur milli Dettifoss og Hljóðakletta. Mynd/Aron Reynisson
„Það gengur ágætlega í Reykjavík að fólk hjóli gönguleiðir. Af hverju er ekki hægt að hjóla gönguleiðir í þjóðgörðum?“ spyr Aron Reynisson fjallaleiðsögumaður, ósáttur við takmarkanir á hjólreiðum í Ásbyrgi.

Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður sagði í Fréttablaðinu í gær að bann við hjólreiðum á göngustígum væri ekki alltaf virt í Ásbyrgi.

Aron var stöðvaður af landvörðum í síðustu viku á gönguleiðinni milli Hljóðakletta og Ásbyrgis. „Við sættum okkur ekki við að þurfa að snúa við,“ segir hann.

Aron segist ekki fallast á rök þjóðgarðsvarðar um að göngustígarnir henti ekki til hjólreiða. „Það hefur aldrei orðið óhapp eða slys. Það er eiginlega undantekningalaust þannig að fólk á reiðhjólum stoppar og víkur fyrir þeim sem eru gangandi,“ segir hann. Á reiðleiðum sem hjólreiðamönnum sé beint á sé hins vegar hætta á árekstrum við reiðmenn. Þá sé reiðleiðin „hundleiðinleg“ því af henni sé ekkert útsýni.

Aron segir merkingum við stígana afar ábótavant, auk þess sem landverðir gefi misvísandi upplýsingar. „Þar sem við förum inn á göngustíginn við Hafragilsfoss er merkt að við megum hjóla. Síðan er engin merking fyrr en við endum niðri í Ásbyrgi um það að við megum ekki hjóla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×