Innlent

Hamborgarar í síðasta sinn

Jóhannes Stefánsson skrifar
Reykvíkingar geta keypt ýmis matvæli á markaði.
Reykvíkingar geta keypt ýmis matvæli á markaði. Mynd/Reykjavíkurborg
Í dag verður síðasti matarmarkaðurinn á Lækjartorgi opinn þetta sumarið. Aldrei hafa fleiri söluaðilar selt vörur sína en á markaðnum í dag. Markaðurinn er opinn frá ellefu til fjögur.

Þar verður hægt að kaupa nýjar kartöflur, birkisíróp, osta og ekta hamborgara úr grasfóðruðu nautakjöti svo dæmi séu nefnd. Þá mun tveggja manna hljómsveit þeirra Jóns Ómars Árnasonar og Þorkels Guðjónssonar leika léttan djass fyrir gesti og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×