Innlent

Hvetja ráðherra til umhugsunar

Úthafsrækjuveiðar eru enn í óvissu en nýtt fiskveiðiár hefst í september.
Úthafsrækjuveiðar eru enn í óvissu en nýtt fiskveiðiár hefst í september.
Sjávarútvegsráðherra ætti að eyða óvissu sem nú er uppi um veiðar á úthafsrækju með því að fresta lagabreytingum fram á næsta ár, segir Þröstur Friðfinnsson, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki.

Breyti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ekki reglum um veiðarnar verða þær áfram frjálsar. Þröstur segir að það myndi gefa ráðherranum tíma til að vinna málið af kostgæfni.

Ráðherrans bíður erfið ákvörðun en hann hefur gefið það út að þörf sé á að setja úthafsrækju í kvóta en þá er spurning hverjir fái hann: Þeir sem hafa veiðireynsluna eða þeir sem áttu hann áður en veiðar voru gefnar frjálsar.

Jón Sigurður Eyjólfsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×