Innlent

Kampavínsklúbbar undir smásjá

Jóhannes Stefánsson skrifar
Sóley Tómasdóttir vil að leyfi kampavínsstaða verði athuguð.
Sóley Tómasdóttir vil að leyfi kampavínsstaða verði athuguð. Anton
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fela formanni borgarráðs, borgarlögmanni og skrifstofustjóra borgarstjórnar að óska eftir fundi með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna kampavínsklúbba í borginni.

Lögreglustjóri mun því veita upplýsingar um rekstrarleyfi staðanna á næsta fundi borgarráðs, en rekstrarleyfin hafa verið til umræðu seinustu daga.

„Við viljum bara reka hérna skemmtistaði í miðborginni þar sem hægt er að treysta því að allt sé í lagi,“ sagði Sóley Tómasdóttir fulltrúi í borgarráði í samtali við Fréttablaðið á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×