Innlent

Aðgerða þörf til að bjarga rekstri

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Lífróðurinn er erfiður hjá sveitarfélaginu í Breiðdalshreppi.
Lífróðurinn er erfiður hjá sveitarfélaginu í Breiðdalshreppi. mynd/Ísak örn
Grípa verður til stórtækra aðgerða til að tryggja áframhaldandi rekstur Breiðdalshrepps en 25 milljóna tap var á rekstri hans í fyrra. Skuldir umfram eignir nema rúmum sextíu milljónum.

Að sögn Jónasar Bjarka Björnssonar, oddvita sveitarstjórnar, hefur rekstur félagsíbúða reynst sveitarfélaginu þungur. Eins er hlutfall aldraðra og öryrkja nokkuð hátt í sveitarfélaginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×