Innlent

Féll fram af hamri í Eyjum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hér er verið að ná í manninn sem féll af hamri í Brandi í gær.
Hér er verið að ná í manninn sem féll af hamri í Brandi í gær. fréttablaðið/óskar P. friðriksson
Maður féll fram af hamri þegar hann var á göngu eftir stíg á eynni Brandi, sem er ein af Vestmannaeyjum, um kvöldmatarleytið í gær. Björgunarsveitarmenn komu fljótt á vettvang og fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

Um það leyti sem Fréttablaðið fór í prentun var verið að búa hann undir sjúkraflutning á gjörgæslu Landspítalans í Reykjavík. Einn björgunarmannanna telur að fallið hafi verið um tíu til fimmtán metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×