Spyrja um kjarabætur Stígur Helgason skrifar 26. júlí 2013 06:15 Margir eldri borgarar og öryrkjar vonuðust eftir leiðréttingum eftir kosningaloforð stjórnarflokkanna, en aðeins tvær af sex skerðingum hafa gengið til baka. Fréttablaðið/Vilhelm Brögð eru að því að eldri borgarar og öryrkjar hafi misskilið inntak lagabreytingar á sumarþingi, þar sem hluti kjaraskerðinga þeirra frá árinu 2009 var afturkallaður. Sumir bjuggust við hærri greiðslum um síðustu mánaðamót, sem þeir eiga ekki rétt á fyrr en um þau næstu, og kjör sumra munu alls engum breytingum taka þótt þeir hafi staðið í þeirri trú. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að síminn hafi varla stoppað hjá honum. „Það var mjög stíft og mikið að gera síðustu dagana sem við vorum með skrifstofuna opna. Það linnti ekki látum,“ segir hann. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, tekur undir þetta og segir þó nokkra hafa hringt og spurst fyrir um breytingarnar. Sumir hafi staðið í þeirri trú að kjör þeirra myndu batna núna strax um síðustu mánaðamót, þegar hið rétta er að breytingarnar sem lagafrumvarp félagsmálaráðherra kváðu á um taka ekki gildi fyrr en 1. ágúst. Þá hafi margir haldið sig mundu fá mikla kjarabót, þegar raunin væri önnur. „Einhver hringdi í mig og sagðist fá svona 2.000 króna aukningu,“ segir Jóna. Nokkrir lífeyrisþegar hafa haft samband við Fréttablaðið af sömu ástæðu undanfarna daga. Guðmundur segir þetta skýrast af því að væntingarnar hafi verið miklar vegna yfirlýsinga stjórnarflokkanna fyrir kosningar. Þeir hafi boðað að allar sex skerðingarnar frá árinu 2009 yrðu afturkallaðar. Aðeins tvær hafi nú gengið til baka. „Þarna eru þeir að fá mest sem hafa mest í dag,“ segir Jóna Valgerður, þótt hún lýsi ánægju með að eitthvað skuli hafa verið gert á annað borð. „En þetta var kannski ekki alveg réttasta forgangsröðunin.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Brögð eru að því að eldri borgarar og öryrkjar hafi misskilið inntak lagabreytingar á sumarþingi, þar sem hluti kjaraskerðinga þeirra frá árinu 2009 var afturkallaður. Sumir bjuggust við hærri greiðslum um síðustu mánaðamót, sem þeir eiga ekki rétt á fyrr en um þau næstu, og kjör sumra munu alls engum breytingum taka þótt þeir hafi staðið í þeirri trú. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að síminn hafi varla stoppað hjá honum. „Það var mjög stíft og mikið að gera síðustu dagana sem við vorum með skrifstofuna opna. Það linnti ekki látum,“ segir hann. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, tekur undir þetta og segir þó nokkra hafa hringt og spurst fyrir um breytingarnar. Sumir hafi staðið í þeirri trú að kjör þeirra myndu batna núna strax um síðustu mánaðamót, þegar hið rétta er að breytingarnar sem lagafrumvarp félagsmálaráðherra kváðu á um taka ekki gildi fyrr en 1. ágúst. Þá hafi margir haldið sig mundu fá mikla kjarabót, þegar raunin væri önnur. „Einhver hringdi í mig og sagðist fá svona 2.000 króna aukningu,“ segir Jóna. Nokkrir lífeyrisþegar hafa haft samband við Fréttablaðið af sömu ástæðu undanfarna daga. Guðmundur segir þetta skýrast af því að væntingarnar hafi verið miklar vegna yfirlýsinga stjórnarflokkanna fyrir kosningar. Þeir hafi boðað að allar sex skerðingarnar frá árinu 2009 yrðu afturkallaðar. Aðeins tvær hafi nú gengið til baka. „Þarna eru þeir að fá mest sem hafa mest í dag,“ segir Jóna Valgerður, þótt hún lýsi ánægju með að eitthvað skuli hafa verið gert á annað borð. „En þetta var kannski ekki alveg réttasta forgangsröðunin.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira