Innlent

Jagúar nóbelsskáldsins í viðgerð

Jóhannes Stefánsson skrifar
Jagúarinn rann Nokkrir skemmdir urðu á hægra framhorni hins sögufræga Jagúars nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini.Mynd/Stöð 2
Jagúarinn rann Nokkrir skemmdir urðu á hægra framhorni hins sögufræga Jagúars nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini.Mynd/Stöð 2
Hvít Jagúar-bifreið Halldórs Laxness, sem er einn frægasti bíll Íslandssögunnar, rann úr stæði sínu á Gljúfrasteini á aðfaranótt miðvikudags.

Bíllinn endaði bílferðina með því að klessa á forláta keðju sem varnaði því að hann endaði á Þingvallavegi.

Bíllinn er nú kominn á verkstæði þar sem gert verður við skemmdirnar.

„Hann sást síðast í stæðinu klukkan tíu og svo sáum við hann ekkert fyrr en bara um morguninn, á steininum,“ segir Jóhannes Ólafsson, starfsmaður á Gljúfrasteini.

Starfsmenn safnsins telja að um skemmdarverk sé að ræða, en Jóhannes segir þá í hæðni hafa lagt fram þá tilgátu að Halldór sjálfur hafi komið og sest undir stýri.

Bíllinn var í hlutlausum gír og ekki í handbremsu þegar starfsfólk kom að honum að morgni miðvikudagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×