Innlent

Fastakúnninn fann vart sæti

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Gísli Már Helgason fer reglulega á Kaffi París sem er skemmtilegast á sumardögum sem þessum.
Gísli Már Helgason fer reglulega á Kaffi París sem er skemmtilegast á sumardögum sem þessum. Fréttablaðið/stefán
Það var greinilegt að borgarbúar höfðu beðið óþreyjufullir eftir sólinni því þegar sólin lét sjá sig í gær tók miðbærinn stakkaskiptum.

Setið var við hvert borð á flestum kaffi- og öldurhúsum í miðbænum þegar blaðamaður og ljósmyndari voru þar á stjá. Á hverju túni mátti sjá fólk í sólbaði og Austurvöllur var vel nýttur í þeim tilgangi.

Fastakúnninn Gísli Már Helgason var kátur með að geta loksins setið úti við.

„Ég ætlaði reyndar ekki að finna sæti en þetta elskulega starfsfólk kom mér svo fyrir,“ sagði Gísli Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×