Innlent

Átti rétt á að verja sjálfan sig

Stígur Helgason skrifar
Héraðsdómru Suðurlands á Selfossi sagði mann hafa mátt beita ofbeldi í sjálfsvörn.
Héraðsdómru Suðurlands á Selfossi sagði mann hafa mátt beita ofbeldi í sjálfsvörn.
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði karlmann af ákæru um líkamsárás vegna neyðarvarnarsjónarmiða. Kona sem beitti hníf í átökunum var hins vegar dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.



Þolandi árásarinnar ruddist inn á heimili fólksins með ofbeldi, eftir að hafa fyrr sama kvöld verið vísað burt þaðan. Þykir maðurinn hafa rétt á að slá frá sér í neyð. Konan hafi hins vegar gengið of langt með því að leggja til mannsins með hnífnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×