Stöndum við bakið á Ása Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2013 07:00 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, nýtur enn trausts stjórnar knattspyrnudeildar til að snúa gengi liðsins við eftir slæma byrjun. fréttablaðið/daníel Fylkir hefur aldrei byrjað verr í efstu deild karla en nú. Liðið er með tvö stig eftir fyrstu átta leikina og fátt annað en fall blasir við Árbæingum með sama áframhaldi. Fylkismönnum gekk þó ágætlega fyrir tímabilið og voru margir stórhuga fyrir sumarið. Stefnan var sett á að vinna sér þátttökurétt í Evrópudeildinni, sem er í besta falli fjarlægur draumur í dag. „Af núverandi liðum í Pepsi-deildinni höfum við verið næstlengst í deildinni samfellt. Og við höfum aldrei byrjað verr – það er bara staðreynd,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið frekar óheppin með meiðsli upp á síðkastið, sem hefur gert það að verkum að þjálfarinn [Ásmundur Arnarsson] hefur neyðst til að gera miklar breytingar á milli leikja. Því miður hefur það púsluspil ekki gengið nógu vel,“ segir Ásgeir en bendir þó á að liðið hafi bætt sig í síðustu leikjum, þá sérstaklega í varnarleiknum. „Fyrri hálfleikur gegn FH var til að mynda mjög fínn,“ sagði hann, en Fylkir hafði 1-0 forystu í hálfleik á mánudagskvöldið. FH vann að lokum 2-1 sigur. „Við höfum fengið á okkur mörg klaufaleg mörk sem hafa reynst dýrkeypt. En við höldum ótrauðir áfram og vonumst til þess að við getum snúið genginu við.“Þurfum að kaupa leikmenn Þrjú lið, sem öll standa betur en Fylkir, hafa skipt um þjálfara á tímabilinu en Ásgeir segir að sú umræða hafi aldrei farið af stað innan stjórnar deildarinnar. „Við viljum þétta raðir okkar og stöndum við bakið á Ása. Það er ekki alltaf lausnin að skipta mönnum út. Við erum fyrst og fremst að ræða um hvað hægt er að gera til að bæta gengi liðsins.“ Ein leið til þess er að styrkja leikmannahópinn og segir Ásgeir að það verði gert þegar opnað verði fyrir félagaskipti um miðjan næsta mánuð. „Við þurfum að gera það, ekki síst vegna þess að við munum missa þrjá leikmenn í haust þegar þeir fara til Bandaríkjanna í nám,“ segir hann, en þetta eru þeir Andri Þór Jónsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Davíð Ásbjörnsson.Staðan metin er mótið er hálfnað Fylkir mætir toppliði KR á sunnudagskvöldið og svo Víkingi Ólafsvík og ÍA í næstu deildarleikjum á eftir. Síðastnefndu tveir leikirnir munu hafa mikla þýðingu um botnbaráttuna enda þrjú neðstu lið deildarinnar, en þau hafa samanlagt sex stig eftir átta umferðir. Eftir þessa leiki verður mótið hálfnað og Ásgeir segir að staðan verði endurmetin þá. „Það er ágætis tímapunktur til þess þá. Staðan er auðvitað ekki góð en það eru þó nokkur lið í vandræðum og nóg eftir af mótinu. Gengi liðsins hefur áhrif á allt starf félagsins og því vonumst við auðvitað til þess að það fari að birta til.“Ósk leikmanna að taka þátt í kostnaði Fyrir leik Fylkis gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði í 16-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla kvisaðist út að leikmenn hefðu greitt tíu þúsund krónur hver fyrir ferðakostnaði liðsins til Hafnar. Við það tilefni tóku stuðningsmenn Sindra sig til og settu í gang „söfnun“ til styrktar leikmönnum Fylkis. „Þessi umræða var auðvitað út í hött,“ segir Ásgeir. „Upphaflega áætlunin var að fara akandi en við buðum leikmönnum upp á þann möguleika að fljúga ef þeir tækju þátt í kostnaðinum, sem þeir þáðu. Það var því gert, þrátt fyrir að það hafi á endanum kostað félagið meira en að leigja rútu. Staðan var því ekki verri en það,“ segir Ásgeir. „Við viljum reka félagið skynsamlega og erum með aðhald í rekstri. Enda hefur reksturinn gengið ágætlega.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Fylkir hefur aldrei byrjað verr í efstu deild karla en nú. Liðið er með tvö stig eftir fyrstu átta leikina og fátt annað en fall blasir við Árbæingum með sama áframhaldi. Fylkismönnum gekk þó ágætlega fyrir tímabilið og voru margir stórhuga fyrir sumarið. Stefnan var sett á að vinna sér þátttökurétt í Evrópudeildinni, sem er í besta falli fjarlægur draumur í dag. „Af núverandi liðum í Pepsi-deildinni höfum við verið næstlengst í deildinni samfellt. Og við höfum aldrei byrjað verr – það er bara staðreynd,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið frekar óheppin með meiðsli upp á síðkastið, sem hefur gert það að verkum að þjálfarinn [Ásmundur Arnarsson] hefur neyðst til að gera miklar breytingar á milli leikja. Því miður hefur það púsluspil ekki gengið nógu vel,“ segir Ásgeir en bendir þó á að liðið hafi bætt sig í síðustu leikjum, þá sérstaklega í varnarleiknum. „Fyrri hálfleikur gegn FH var til að mynda mjög fínn,“ sagði hann, en Fylkir hafði 1-0 forystu í hálfleik á mánudagskvöldið. FH vann að lokum 2-1 sigur. „Við höfum fengið á okkur mörg klaufaleg mörk sem hafa reynst dýrkeypt. En við höldum ótrauðir áfram og vonumst til þess að við getum snúið genginu við.“Þurfum að kaupa leikmenn Þrjú lið, sem öll standa betur en Fylkir, hafa skipt um þjálfara á tímabilinu en Ásgeir segir að sú umræða hafi aldrei farið af stað innan stjórnar deildarinnar. „Við viljum þétta raðir okkar og stöndum við bakið á Ása. Það er ekki alltaf lausnin að skipta mönnum út. Við erum fyrst og fremst að ræða um hvað hægt er að gera til að bæta gengi liðsins.“ Ein leið til þess er að styrkja leikmannahópinn og segir Ásgeir að það verði gert þegar opnað verði fyrir félagaskipti um miðjan næsta mánuð. „Við þurfum að gera það, ekki síst vegna þess að við munum missa þrjá leikmenn í haust þegar þeir fara til Bandaríkjanna í nám,“ segir hann, en þetta eru þeir Andri Þór Jónsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Davíð Ásbjörnsson.Staðan metin er mótið er hálfnað Fylkir mætir toppliði KR á sunnudagskvöldið og svo Víkingi Ólafsvík og ÍA í næstu deildarleikjum á eftir. Síðastnefndu tveir leikirnir munu hafa mikla þýðingu um botnbaráttuna enda þrjú neðstu lið deildarinnar, en þau hafa samanlagt sex stig eftir átta umferðir. Eftir þessa leiki verður mótið hálfnað og Ásgeir segir að staðan verði endurmetin þá. „Það er ágætis tímapunktur til þess þá. Staðan er auðvitað ekki góð en það eru þó nokkur lið í vandræðum og nóg eftir af mótinu. Gengi liðsins hefur áhrif á allt starf félagsins og því vonumst við auðvitað til þess að það fari að birta til.“Ósk leikmanna að taka þátt í kostnaði Fyrir leik Fylkis gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði í 16-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla kvisaðist út að leikmenn hefðu greitt tíu þúsund krónur hver fyrir ferðakostnaði liðsins til Hafnar. Við það tilefni tóku stuðningsmenn Sindra sig til og settu í gang „söfnun“ til styrktar leikmönnum Fylkis. „Þessi umræða var auðvitað út í hött,“ segir Ásgeir. „Upphaflega áætlunin var að fara akandi en við buðum leikmönnum upp á þann möguleika að fljúga ef þeir tækju þátt í kostnaðinum, sem þeir þáðu. Það var því gert, þrátt fyrir að það hafi á endanum kostað félagið meira en að leigja rútu. Staðan var því ekki verri en það,“ segir Ásgeir. „Við viljum reka félagið skynsamlega og erum með aðhald í rekstri. Enda hefur reksturinn gengið ágætlega.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira