Tónlist

Kött Grá Pjé toppaði á þrítugsafmælinu

Stígur Helgason skrifar
Atli Sigþórsson er maðurinn á bak við Kött Grá Pje. Toggi Nolem úr Skyttunum aðstoðaði hann við nýja lagið.
Atli Sigþórsson er maðurinn á bak við Kött Grá Pje. Toggi Nolem úr Skyttunum aðstoðaði hann við nýja lagið. fréttablaðið/pjetur

Í gær var opinberað á vef Rásar 2 hvaða lag vermir toppsæti vinsældalista stöðvarinnar fyrir síðustu viku.

Það er sumarslagarinn Aheybaró með akureyska rapparanum Kött Grá Pjé, sem hefur klifið hratt og örugglega upp listann undanfarnar vikur.

Maðurinn á bak við listamannsnafnið Kött Grá Pjé, Atli Sigþórsson, hafði sannarlega ástæðu til að gleðjast í gær því að auk toppsætisins fagnaði hann þrítugsafmæli sínu. Og svo skein langþráð sólin á Reykvíkinga – sem menn geta velt fyrir sér hvort er tilviljun.


Tengdar fréttir

Úr svefnherberginu í sólskinsbylgju-reggí

Reggílagið Aheybaró með Kött Grá Pje, sem er hugarfóstur Atla Sigþórssonar, hefur fengið fín viðbrögð að undanförnu, þar á meðal á Rás 2. Svo gæti farið að það verði sumarslagarinn í ár, eða alla vega einn af þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.