Upp á yfirborðið fyrir ári síðan Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2013 12:30 Þau Elín, Elísabet, Sigríður, Friðfinnur og Carmen eru þakklát fyrir tækifærið að koma fram á Sónar Fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Sísý Ey kemur til með að troða upp á Sónar. Hljómsveitin er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. Mikil eftirvænting ríkir meðal meðlima hljómsveitarinnar fyrir hátíðina. „Við erum svo ný hljómsveit, komum fyrst upp á yfirborðið fyrir um ári síðan með laginu okkar, Ain‘t got nobody, þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir okkur. En við tókum þá ákvörðun áður en við byrjuðum að koma fram að við myndum búa til eitthvað stórt. Fyrsta giggið okkar var risastórt og þá vissi enginn hver við vorum, við viljum bara halda þeirri línu,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, einn meðlima Sísý Ey, glöð í bragði. „Og það er Sónar Reykjavík að þakka að við erum að fá þetta tækifæri. Þar fengu aðstandendur hátíðarinnar að hlusta á mikið af íslenskum böndum. Ég fékk góða tilfinningu þegar ég labbaði inn í Hörpu í febrúar á Sónar Reykjavík. Þetta var sannarlega góð hátíð og þvílík landkynning að fá svona þungavigtarfólk í músík til landsins til þess að hlusta á Íslendinga spila tónlist. Það mætti nú þakka Margeiri, Birni og fleiri góðum fyrir það,“ sagði Carmen enn fremur. Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sísý Ey kemur til með að troða upp á Sónar. Hljómsveitin er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. Mikil eftirvænting ríkir meðal meðlima hljómsveitarinnar fyrir hátíðina. „Við erum svo ný hljómsveit, komum fyrst upp á yfirborðið fyrir um ári síðan með laginu okkar, Ain‘t got nobody, þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir okkur. En við tókum þá ákvörðun áður en við byrjuðum að koma fram að við myndum búa til eitthvað stórt. Fyrsta giggið okkar var risastórt og þá vissi enginn hver við vorum, við viljum bara halda þeirri línu,“ sagði Carmen Jóhannsdóttir, einn meðlima Sísý Ey, glöð í bragði. „Og það er Sónar Reykjavík að þakka að við erum að fá þetta tækifæri. Þar fengu aðstandendur hátíðarinnar að hlusta á mikið af íslenskum böndum. Ég fékk góða tilfinningu þegar ég labbaði inn í Hörpu í febrúar á Sónar Reykjavík. Þetta var sannarlega góð hátíð og þvílík landkynning að fá svona þungavigtarfólk í músík til landsins til þess að hlusta á Íslendinga spila tónlist. Það mætti nú þakka Margeiri, Birni og fleiri góðum fyrir það,“ sagði Carmen enn fremur.
Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira