Fótbolti

Ríkir rússar í boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roman Abramovich
Roman Abramovich Nordicphotos/AFP

Innreið moldríkra Rússa í knattspyrnuheiminn hefur ekki farið framhjá neinum. Roman Abramovich reið á vaðið er hann keypti Chelsea og byrjaði að ausa peningum í félagið.

Chelsea hefur unnið ellefu titla síðan Abramovich keypti félagið. Hann er í 50. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Suleyman Kerimov keypti rússneska liðið Anzhi Mahachkala í janúar árið 2011. Hann var fljótur að kaupa háklassaleikmenn og samdi við þá um laun sem ekki höfðu áður sést í boltanum. Launum sem var ekki hægt að hafna.

Liðið er samt enn nokkuð frá því að skáka bestu liðum Evrópu. Alisher Usmanov á stærstan hlut í Arsenal en ólíkt kollegum sínum frá Rússlandi fer hann vel með peningana sína og er á stundum sakaður um að vera hreinlega nískur. Arsenal hefur líka meira verið í því að selja góða leikmenn en kaupa þá.

Nánari umfjöllun um Rússann Dmitry Rybolovlev, eiganda Monaco, má finna í Fréttablaðinu í dag. Sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×