Sport

125 fulltrúar Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland 2015. Helena og Thelma Rut  eru hér fyrir framan merki Smáþjóðaleikanna 2015.fréttablaðið/anton
Ísland 2015. Helena og Thelma Rut eru hér fyrir framan merki Smáþjóðaleikanna 2015.fréttablaðið/anton fréttablaðið/anton

Alls munu 125 íþróttamenn keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Lúxemborg í næstu viku. Ísland tekur þátt í öllum ellefu keppnisgreinunum og stefnir að því að vinna flest gull allra níu keppnisþjóðanna.

Þetta eru 15. leikarnir frá upphafi en alls eru þátttökuþjóðirnar níu. Skilyrði er að þær komi frá Evrópulöndum með færri en milljón íbúa. Keppnin verður svo næst á eftir haldin í Reykjavík, en leikarnir voru síðast haldnir hér á landi árið 1997.

Merki leikanna var afhjúpað í gær en hönnuður þess er Logi Jes Kristjánsson, fyrrverandi sundkappi sem hefur keppt á Ólympíu- og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×