Enski boltinn

16 ár í röð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arsene Wenger og félagar fögnuðu sætinu í Meistaradeild Evrópu að vonum vel.
Arsene Wenger og félagar fögnuðu sætinu í Meistaradeild Evrópu að vonum vel. Nordicphotos/Getty

Arsene Wenger skilaði Arsenal í Meistaradeildarsætið sextánda sætið í röð á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arsenal lagði Newcastle 1-0 á útivelli í lokaumferðinni á sunnudaginn en lærisveinar Wenger vissu fyrir leikinn að fjórða sæti deildarinnar væri þeirra stæðu þeir vaktina með sóma. Grannarnir í Tottenham urðu að treysta á að Arsenal skrikaði fótur og um leið að leggja Sunderland að velli.

Gareth Bale skoraði enn eitt draumamarkið undir lokin og tryggði Tottenham stigin þrjú sem reyndust þó ekki nóg.

Fjölmargir fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna kvöddu um helgina. Auk þeirra sem getið er að neðan má nefna dómarann Mark Halsey og Steve Harper, markvörð Newcastle.

Paul Scholes
Sá rauðhærði spilaði 717 leiki fyrir United og skoraði í þeim 155 mörk. Lék einnig 66 leiki fyrir enska landsliðið.Nordicphotos/Getty
Jamie Carragher
Jamie Carragher Miðvörðurinn spilaði 737 leiki fyrir Liverpool, þar af 508 í úrvalsdeildinni, og skoraði fimm mörk.Nordicphotos/Getty
Michael Owen
Michael Owen Framherjinn spilaði 326 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 150 mörk.Nordicphotos/Getty
Sir Alex Ferguson
Skotinn skilaði 13 meistaratitlum, fimm bikarmeistara­titlum og tveimur Evrópumeistaratitlum á rúmum 26 árum.Nordicphotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×