Bryan Singer spreytir sig á baunagrasinu Sara McMahon skrifar 21. mars 2013 16:00 Ævintýrið um Jóa og baunagrasið þekkja flestir enda hefur sagan verið vinsæl meðal barna í áraraðir. Kvikmyndin Jack the Giant Slayer er lauslega byggð á þessu ástsæla ævintýri en þó með nokkrum herslumun. Myndin segir frá bóndasyninum Jack sem heldur af stað á markaðinn til að selja hest sinn. Þar ber hann Isabelle, prinsessu konungsríkisins Cloister, fyrst augum og verður hugfanginn af henni. Jack kemur þó tómhentur aftur heim, ef frá eru skildar nokkrar baunir sem munkur hafði látið honum í té, og fær hann skammir þegar heim er komið og enda baunirnar á gólfinu. Stuttu síðar ber Isabelle að, en sú hafði strokið að heiman í mótmælaskyni við kóng föður sinn, og leitar skjóls hjá Jack. Skyndilega brýst risavaxið baunagras í gegnum gólfið á bænum og hrífur Isabelle með sér alla leið upp til tröllaheims í skýjunum. Prinsessunni skal bjarga og þá hefst ævintýrið fyrir alvöru. Breski leikarinn Nicholas Hoult, sem flestir muna eftir úr gamanmyndinni About a Boy þar sem hann lék móti Hugh Grant, fer með hlutverk Jacks. Eleanor Tomlinson fer með hlutverk prinsessunnar Isabelle og Ewan McGregor leikur hægri hönd konungsins. Með önnur hlutverk fara Stanley Tucci, Ian McShane og Eddie Marsan. Þeir Bill Nighy og John Kassir leika Fallon, hinn tvíhöfða leiðtoga risanna. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer en hann sló í gegn árið 1995 með myndinni The Usual Suspects sem hefur öðlast eins konar költkenndan sess í kvikmyndasögunni. Hann hefur einnig leikstýrt ævintýramyndunum X-Men, X-Men 2, Superman Returns og X-Men: First Class. Singer og Hoult unnu einmitt saman við gerð síðastnefndu myndarinnar en þar fer Hoult með hlutverk Hanks McCoy, eða Beast. Þeir félagar munu leiða hesta sína aftur saman í myndinni X-Men: Days of Future Past sem frumsýnd verður á næsta ári. Myndin verður frumsýnd annað kvöld og sitt sýnist hverjum um gæði hennar. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 52 prósent í einkunn, vefsíðan Imdb.com gefur henni 6,6 stig og á Metacritic.com hlýtur hún aðeins 5,1 í einkunn. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Ævintýrið um Jóa og baunagrasið þekkja flestir enda hefur sagan verið vinsæl meðal barna í áraraðir. Kvikmyndin Jack the Giant Slayer er lauslega byggð á þessu ástsæla ævintýri en þó með nokkrum herslumun. Myndin segir frá bóndasyninum Jack sem heldur af stað á markaðinn til að selja hest sinn. Þar ber hann Isabelle, prinsessu konungsríkisins Cloister, fyrst augum og verður hugfanginn af henni. Jack kemur þó tómhentur aftur heim, ef frá eru skildar nokkrar baunir sem munkur hafði látið honum í té, og fær hann skammir þegar heim er komið og enda baunirnar á gólfinu. Stuttu síðar ber Isabelle að, en sú hafði strokið að heiman í mótmælaskyni við kóng föður sinn, og leitar skjóls hjá Jack. Skyndilega brýst risavaxið baunagras í gegnum gólfið á bænum og hrífur Isabelle með sér alla leið upp til tröllaheims í skýjunum. Prinsessunni skal bjarga og þá hefst ævintýrið fyrir alvöru. Breski leikarinn Nicholas Hoult, sem flestir muna eftir úr gamanmyndinni About a Boy þar sem hann lék móti Hugh Grant, fer með hlutverk Jacks. Eleanor Tomlinson fer með hlutverk prinsessunnar Isabelle og Ewan McGregor leikur hægri hönd konungsins. Með önnur hlutverk fara Stanley Tucci, Ian McShane og Eddie Marsan. Þeir Bill Nighy og John Kassir leika Fallon, hinn tvíhöfða leiðtoga risanna. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer en hann sló í gegn árið 1995 með myndinni The Usual Suspects sem hefur öðlast eins konar költkenndan sess í kvikmyndasögunni. Hann hefur einnig leikstýrt ævintýramyndunum X-Men, X-Men 2, Superman Returns og X-Men: First Class. Singer og Hoult unnu einmitt saman við gerð síðastnefndu myndarinnar en þar fer Hoult með hlutverk Hanks McCoy, eða Beast. Þeir félagar munu leiða hesta sína aftur saman í myndinni X-Men: Days of Future Past sem frumsýnd verður á næsta ári. Myndin verður frumsýnd annað kvöld og sitt sýnist hverjum um gæði hennar. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 52 prósent í einkunn, vefsíðan Imdb.com gefur henni 6,6 stig og á Metacritic.com hlýtur hún aðeins 5,1 í einkunn.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira