Prófa ný ævintýri í hverjum mánuði Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Þær Íris Helga og Erla Jóna hafa sérstaklega gaman af því að hlæja að sjálfum sér og hvor annarri og það er einmitt það sem þær gera í mánaðarlegum hittingum sínum.Mynd/Íris Helga „Það er gaman að hafa ástæðu til að prófa nýja hluti sem við myndum örugglega aldrei gera allra jafna," segir Íris Helga Baldursdóttir. Fréttablaðið komst á snoðir um uppátæki Írisar Helgu og vinkonu hennar, Erlu Jónu Einarsdóttur, þar sem þær hittast eitt kvöld í mánuði og prófa saman einhverja nýjung. Flesta mánuði er það nýtt sport sem verður fyrir valinu en þær hafa líka prófað nýja veitingastaði og farið a tónleika. „Við erum báðar í krefjandi störfum, giftar og með börn og erum þar að auki duglegar við að hlaða á okkur alls konar verkefnum. Í haust áttuðum við okkur á því að við hefðum ekki hist í eina tvo eða þrjá mánuði svo að við ákváðum að fara að skipuleggja reglulega hittinga. Til að gera þetta enn þá meira spennandi ákváðum við að gera þetta svona í stað þess að setjast alltaf á kaffihús eða eitthvað álíka vanalegt," segir Íris Helga. Vinkonurnar skiptast á að skipuleggja hvað skuli gera hvern mánuð og koma hinni á óvart, en meðal þeirra íþrótta sem þær hafa þegar prófað eru zumba, bogfimi og loftfimleikar. „Við höfum alltaf verið óhræddar við að ögra hvor annarri og höfum sérstaklega gaman af því að hlæja að okkur sjálfum og hvor annarri. Hingað til hefur þetta gengið framar vonum hjá okkur og við alltaf skemmt okkur mjög vel og hlegið allt kvöldið, en það er fyrst og fremst það sem við erum að leitast eftir að fá út úr þessu," segir Íris Helga. Yfirleitt prófa þær stöllur hvern hlut bara einu sinni, en það á það þó til að vinda upp á sig. „Mér fannst til dæmis svo gaman í loftfimleikunum að í framhaldi af prufukvöldinu ákvað ég að byrja á námskeiði. Svo er aldrei að vita hvað heillar næst," segir Íris Helga og hlær. „Það er líka svo skemmtilegt við þetta að við erum að uppgötva fullt af íþróttum sem við vissum ekki einu sinni að væru í boði hérlendis," bætir hún við og segist hiklaust hvetja fólk til að feta í þeirra fótspor og prófa sem flest. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Það er gaman að hafa ástæðu til að prófa nýja hluti sem við myndum örugglega aldrei gera allra jafna," segir Íris Helga Baldursdóttir. Fréttablaðið komst á snoðir um uppátæki Írisar Helgu og vinkonu hennar, Erlu Jónu Einarsdóttur, þar sem þær hittast eitt kvöld í mánuði og prófa saman einhverja nýjung. Flesta mánuði er það nýtt sport sem verður fyrir valinu en þær hafa líka prófað nýja veitingastaði og farið a tónleika. „Við erum báðar í krefjandi störfum, giftar og með börn og erum þar að auki duglegar við að hlaða á okkur alls konar verkefnum. Í haust áttuðum við okkur á því að við hefðum ekki hist í eina tvo eða þrjá mánuði svo að við ákváðum að fara að skipuleggja reglulega hittinga. Til að gera þetta enn þá meira spennandi ákváðum við að gera þetta svona í stað þess að setjast alltaf á kaffihús eða eitthvað álíka vanalegt," segir Íris Helga. Vinkonurnar skiptast á að skipuleggja hvað skuli gera hvern mánuð og koma hinni á óvart, en meðal þeirra íþrótta sem þær hafa þegar prófað eru zumba, bogfimi og loftfimleikar. „Við höfum alltaf verið óhræddar við að ögra hvor annarri og höfum sérstaklega gaman af því að hlæja að okkur sjálfum og hvor annarri. Hingað til hefur þetta gengið framar vonum hjá okkur og við alltaf skemmt okkur mjög vel og hlegið allt kvöldið, en það er fyrst og fremst það sem við erum að leitast eftir að fá út úr þessu," segir Íris Helga. Yfirleitt prófa þær stöllur hvern hlut bara einu sinni, en það á það þó til að vinda upp á sig. „Mér fannst til dæmis svo gaman í loftfimleikunum að í framhaldi af prufukvöldinu ákvað ég að byrja á námskeiði. Svo er aldrei að vita hvað heillar næst," segir Íris Helga og hlær. „Það er líka svo skemmtilegt við þetta að við erum að uppgötva fullt af íþróttum sem við vissum ekki einu sinni að væru í boði hérlendis," bætir hún við og segist hiklaust hvetja fólk til að feta í þeirra fótspor og prófa sem flest.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira