Svo virðist sem búið sé að kveða niður allar sögusagnir um að söngdívan Beyoncé beri annað barn sitt undir belti.
„Ég fékk símtal í gær frá nánum samstarfsfélögum Beyoncé og þeir eru að biðja um að þessar sögusagnir hætti. Hún er alls ekki ófrísk. Þetta byrjaði sem eitthvað slúður sem erfitt er að kveða niður svo þeir vildu að við hjá CBS vissum að hún ætti ekki von á sér,“ sagði fréttaþulan Gayle King í féttum CBS á dögunum.
Frumburður þeirra Beyoncé og Jay-Z, Blue Ivy, verður því alveg örugglega ekki stóra systir í bráð.

