Enski boltinn

Lokaumferðin í enska boltanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sir Alex og Paul Scholes gera sína aðra tilraun til að kveðja í dag.
Sir Alex og Paul Scholes gera sína aðra tilraun til að kveðja í dag. Nordicphotos/Getty

Sir Alex Ferguson stýrir Manchester United í síðasta og 1500. skiptið og Arsenal og Tottenham berjast um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin fer fram í dag.

Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester United sækja West Brom heim á The Hawthornes. Anders Lindegaard verður í marki United og Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða hvíldir.

Steve clarke stýrir West Brom en liðið mun hafna í efri hluta deildarinnar óháð úrslitum dagsins. Clarke, sem er Skoti líkt og Sir Alex, hóf leikmannaferil sinn hjá St. Mirren en það var einmitt fyrsta félagið sem Sir Alex stýrði.

Arsenal getur tryggt sér fjórða sætið í deildinni með sigri á Newcastle á St. James' Park. Misstígi Lundúnarliðið sig getur Tottenham skotist upp fyrir granna sína með sigri á Sunderland á heimavelli.

Carragher og Daniel Sturridge stíga létt spor á Craven Cottage um síðustu helgi.Nordicphotos/Getty

Rafael Benitez stýrir liði Chelsea að öllum líkindum í síðasta skipti þegar Everton kemur í heimsókn. Everton kveður sömuleiðis stjóra sinn David Moyes sem mun taka við United í sumar.

Þá verður Jamie Carragher með fyrirliðabandið þegar Liverpool tekur á móti QPR. Leikurinn verður sá síðasti hjá Carragher sem leggur skóna á hilluna að leik loknum.

Leikir dagsins eru í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2 og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. Allir leikirnir hefjast klukkan 15.

Sport 2 Newcastle - Arsenal

Sport 3 Tottenham - Sunderland

Sport 4 West Brom - Man. United

Sport 5 Liverpool - QPR

Sport 6 Chelsea - Everton

Aðrir leikir

Man City - Norwich

Southampton - Stoke

Swansea - Fulham

West Ham - Reading

Wigan - Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×