Fótbolti

Kafnaði úr hlátri er hann fékk rauða spjaldið | Myndband

Serge Djiehoua, leikmaður gríska liðsins Gylfadas, setti væntanlega heimsmet er hann fékk að líta rauða spjaldið aðeins þrem sekúndum eftir að hann kom af bekknum.

Atvikið átti sér stað í leik gegn Olympiakos Volos. Þá kom Djiehoua af bekknum a´82. mínútu.

Hann fór beint í hasar og lyfti olnboganum of mikið að mati dómarans sem hikaði ekki við að reka hann af velli.

Viðbrögð Djiehoua eru algjörlega stórkostleg en hann hreinlega kafnaði úr hlátri. Trúði ekki sínum eigin augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×