Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 07:00 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum greint bein úr 83 kumlum frá landnámsöld. Fréttablaðið/Tómas Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira