Alfreð er þrjátíu marka maður tvö ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 09:00 Alfreð Finnbogason fagnar einu marka sinna. Mynd/NordicPhotos/Getty Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason er annað árið í röð einn þeirra tíu íþróttamanna sem koma til greina sem íþróttamaður ársins en markavélin er ekkert að verða bensínslaus þrátt fyrir yfir tuttugu mánaða markaveislu. Alfreð er stanslaust orðaður við lið í öðrum deildum og þótt flestir vilji sjá íslenska framherjann taka markakóngstitilinn í Hollandi væru flestir þeir sömu til í að sjá hann reyna sig í enn sterkari deild. Glugginn opnast í byrjun nýs árs og þá verður fróðlegt að sjá hvort fulltrúi litla Íslands í baráttunni um gullskó Evrópu þurfi að pakka saman áður en febrúar gengur í garð. Alfreð er með fjögurra marka forskot á Feyenoord-leikmanninn Graziano Pellè í baráttunni um gullskóinn í Hollandi en hann er síðan í áttunda sæti í keppninni um Gullskó Evrópu en þar fær okkar maður 1,5 stig fyrir hvert mark. Leikmennirnir úr fimm bestu deildunum í Evrópu fá 2 stig fyrir hvert mark. Ísland hefur aldrei átt markakóng í hollensku úrvalsdeildinni en Pétur Pétursson komst næst því þegar hann varð í öðru sæti tímabilið 1979-80. Kees Kist, leikmaður AZ‘67, skoraði þá fjórum mörkum meira en Pétur. Alfreð skoraði 24 mörk á síðasta tímabili og varð þá í 3. sæti, sjö mörkum á eftir Wilfried Bony hjá Vitesse og þremur mörkum á eftir Graziano Pellè hjá Feyenoord. Alfreð er að gera betur en á síðasta tímabili þegar hann var með 14 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót. Alfreð er með 17 mörk í 15 deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Alfreð skoraði jafnmörg deildarmörk á árinu 2013 og á árinu 2012. Munurinn liggur í tveimur færri bikarmörkum og einu færra marki í Evrópukeppni og með landsliðinu. Pétur Pétursson skoraði 32 mörk árið 1979 en náði ekki að fylgja því eftir og mörkin urðu „bara“ fimmtán árið 1980. Pétur var óheppinn með meiðsli sem áttu mikinn þátt í kæla hann niður eftir magnað ár 1979. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins 1980-81 en varð síðan að gangast undir aðgerð á hné í lok september. Alfreð getur bætt við sig fleiri metum á nýju ári og það fyrsta fellur vonandi sem fyrst takist honum að brjóta tuttugu marka múrinn í annað skiptið. Það hefur engum íslenskum atvinnufótboltamanni tekist tvisvar á ferlinum en fyrir afrek Alfreðs á síðustu leiktíð voru það aðeins Pétur Pétursson (Feyenoord 1979-80) og Atli Eðvaldsson (Fortuna Düsseldorf 1982-83) sem höfðu skorað 20 deildarmörk á einu tímabili.Mynd/NordicPhotos/GettyEftirminnilegustu leikirnir hjá Alfreð árið 20123. mars 4-0 sigur Lokeren á Westerlo í deildinni Skorar í kveðjuleiknum með Lokeren. Þetta er eina deildarmarkið sem hann skoraði á lokatímabili sínum með belgíska liðinu.8. apríl 2-1 sigur Helsingborg á Elfsborg í deildinni Skorar bæði mörkin í sigri á einu af efstu liðum deildarinnar. Seinna markið er sigurmarkið í leiknum sem hann skoraði með skalla þrettán mínútum fyrir leikslok.2. júlí 4-1 sigur Helsingborg á Gefle í deildinni Fyrsta þrenna Alfreðs sem atvinnumanns. Skorar þrjú síðustu mörk Helsingborg í leiknum þar af tvö þeirra á upphafskafla seinni hálfleiksins.1. ágúst 3-1 sigur Helsingborg á Slask Wroclaw í Evrópukeppninni Alfreð á þátt í öllum þremur mörkunum í 3-1 útisigri í fyrri leiknum á móti pólska liðinu í forkeppni Meistaradeildarinnar, skorar eitt og leggur upp hin tvö. Alfreð lagði síðan upp öll þrjú mörkin í 3-0 sigri í seinni leiknum.21. ágúst 7-2 sigur Helsingborg á Kalmar í deildinni Skorar tvö mörk og leggur upp eitt í stórsigri í síðasta leiknum sínum með Helsingborgs IF.2.september 2-2 jafntefli við Ajax í deildinni Stimplar sig inn í hollensku úrvalsdeildina í sínum fyrsta heimaleik með því að skora bæði mörk síns liðs í jafntefli við meistarana í Ajax.26. september 4-0 sigur á Kozakken Boys í bikarnum Skorar öll fjögur mörkin í bikarsigri á neðri deildarliði Kozakken Boys en Alfreð var með tvö mörk í hvorum hálfleik.6. október 3-3 jafntefli við Vitesse í deildinni Kemur Heerenveen tvisvar yfir á útivelli á móti Vitesse, einu af efstu liðunum í deildinni, en það dugar þó ekki því Wilfried Bony jafnar leikinn þrisvar sinnum fyrir Vitesse.28. október 3-6 tap fyrir Heracles Almelo í deildinni Leggur upp fyrsta mark leiksins í byrjun leiks og skorar síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum.16. desember 3-1 tap fyrir FC Utrecht í deildinni Bætir 33 ára met Péturs Péturssonar með því að skora sitt 33. mark á árinu en markið skorar hann úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.22. desember 2-1 sigur á Vitesse í deildinni Endar árið með því að leggja upp fyrsta mark Heerenveen og skora síðan sjálfur sigurmarkið á 59. mínútu leiksins. 34. markið hans á árinu.Mynd/NordicPhotos/GettyEftirminnilegustu leikirnir hjá Alfreð árið 201323. febrúar 2-1 sigur á FC Twente í deildinni Alfreð skorar sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok á móti liðinu í þriðja sæti deildarinnar.2. mars 2-1 sigur á NAC Breda í deildinni Skorar bæði mörk Heerenveen á síðustu átta mínútunum í útisigri sem kemur liðinu upp um þrjú sæti og í 9. sætið í töflunni.30. mars 2-0 sigur á Feyenoord í deildinni Alfreð á þátt í báðum mörkum Heerenveen á síðustu fimm mínútunum, skoraði það fyrra og lagði upp það síðara.14. apríl 3-2 sigur á Willem II í deildinni Skorar tvö síðustu mörk Heerenveen í leiknum þar á meðal sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Með seinna markinu jafnar hann markamet Péturs Péturssonar sem skoraði 23 deildarmörk fyrir Feyenoord tímabilið 1979-1980. Bætti metið með marki á móti Ajax fimm dögum síðar.3. ágúst 4-2 sigur á AZ Alkmaar í deildinni Byrjar tímabilið með miklum látum þegar hann skorar tvö mörk og leggur upp hin tvö í 4-2 sigri í Íslendingaslag.15. september 4-2 sigur á Groningen í deildinni Kemur til baka eftir að hafa misst af leik vegna meiðsla og skorar tvö síðustu mörkin í leiknum sem jafnframt tryggja Heerenveen öll þrjú stigin.26. september 3-0 sigur á Twente í bikarnum Leggur upp fyrsta markið í fyrri hálfeik og skorar síðan sjálfur tvö mörk í seinni hálfleiknum á móti einu sterkasta liði deildarinnar.23. ágúst 3-3 jafntefli við Ajax í deildinni Alfreð jafnar leikinn í 2-2 með tveimur mörkum með tíu mínútna millibili eftir að Ajax komst í 2-0. Ajax náði að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik.8. nóvember 5-2 sigur á RKC Waalwijk í deildinni Alfreð skorar sína fyrstu þrennu í hollensku úrvalsdeildinni. Hann skorar þrjú mörk Heerenveen í röð og breytir stöðunni úr 1-0 í 4ö1.13. desember 2-1 sigur á Zwolle í deildinni Alfreð skorað tvö mörk, eitt í sitthvorum hálfleik, þar á meðal sigurmarkið rétt rúmum 20 mínútum fyrir leikslok.21. desember 5-1 sigur á AZ Alkmaar í deildinni Alfreð skorað sitt 30. mark á árinu auk þess að leggja upp tvö mörk fyrir félaga sína í stórsigri í Íslendingaslag.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason er annað árið í röð einn þeirra tíu íþróttamanna sem koma til greina sem íþróttamaður ársins en markavélin er ekkert að verða bensínslaus þrátt fyrir yfir tuttugu mánaða markaveislu. Alfreð er stanslaust orðaður við lið í öðrum deildum og þótt flestir vilji sjá íslenska framherjann taka markakóngstitilinn í Hollandi væru flestir þeir sömu til í að sjá hann reyna sig í enn sterkari deild. Glugginn opnast í byrjun nýs árs og þá verður fróðlegt að sjá hvort fulltrúi litla Íslands í baráttunni um gullskó Evrópu þurfi að pakka saman áður en febrúar gengur í garð. Alfreð er með fjögurra marka forskot á Feyenoord-leikmanninn Graziano Pellè í baráttunni um gullskóinn í Hollandi en hann er síðan í áttunda sæti í keppninni um Gullskó Evrópu en þar fær okkar maður 1,5 stig fyrir hvert mark. Leikmennirnir úr fimm bestu deildunum í Evrópu fá 2 stig fyrir hvert mark. Ísland hefur aldrei átt markakóng í hollensku úrvalsdeildinni en Pétur Pétursson komst næst því þegar hann varð í öðru sæti tímabilið 1979-80. Kees Kist, leikmaður AZ‘67, skoraði þá fjórum mörkum meira en Pétur. Alfreð skoraði 24 mörk á síðasta tímabili og varð þá í 3. sæti, sjö mörkum á eftir Wilfried Bony hjá Vitesse og þremur mörkum á eftir Graziano Pellè hjá Feyenoord. Alfreð er að gera betur en á síðasta tímabili þegar hann var með 14 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót. Alfreð er með 17 mörk í 15 deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Alfreð skoraði jafnmörg deildarmörk á árinu 2013 og á árinu 2012. Munurinn liggur í tveimur færri bikarmörkum og einu færra marki í Evrópukeppni og með landsliðinu. Pétur Pétursson skoraði 32 mörk árið 1979 en náði ekki að fylgja því eftir og mörkin urðu „bara“ fimmtán árið 1980. Pétur var óheppinn með meiðsli sem áttu mikinn þátt í kæla hann niður eftir magnað ár 1979. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins 1980-81 en varð síðan að gangast undir aðgerð á hné í lok september. Alfreð getur bætt við sig fleiri metum á nýju ári og það fyrsta fellur vonandi sem fyrst takist honum að brjóta tuttugu marka múrinn í annað skiptið. Það hefur engum íslenskum atvinnufótboltamanni tekist tvisvar á ferlinum en fyrir afrek Alfreðs á síðustu leiktíð voru það aðeins Pétur Pétursson (Feyenoord 1979-80) og Atli Eðvaldsson (Fortuna Düsseldorf 1982-83) sem höfðu skorað 20 deildarmörk á einu tímabili.Mynd/NordicPhotos/GettyEftirminnilegustu leikirnir hjá Alfreð árið 20123. mars 4-0 sigur Lokeren á Westerlo í deildinni Skorar í kveðjuleiknum með Lokeren. Þetta er eina deildarmarkið sem hann skoraði á lokatímabili sínum með belgíska liðinu.8. apríl 2-1 sigur Helsingborg á Elfsborg í deildinni Skorar bæði mörkin í sigri á einu af efstu liðum deildarinnar. Seinna markið er sigurmarkið í leiknum sem hann skoraði með skalla þrettán mínútum fyrir leikslok.2. júlí 4-1 sigur Helsingborg á Gefle í deildinni Fyrsta þrenna Alfreðs sem atvinnumanns. Skorar þrjú síðustu mörk Helsingborg í leiknum þar af tvö þeirra á upphafskafla seinni hálfleiksins.1. ágúst 3-1 sigur Helsingborg á Slask Wroclaw í Evrópukeppninni Alfreð á þátt í öllum þremur mörkunum í 3-1 útisigri í fyrri leiknum á móti pólska liðinu í forkeppni Meistaradeildarinnar, skorar eitt og leggur upp hin tvö. Alfreð lagði síðan upp öll þrjú mörkin í 3-0 sigri í seinni leiknum.21. ágúst 7-2 sigur Helsingborg á Kalmar í deildinni Skorar tvö mörk og leggur upp eitt í stórsigri í síðasta leiknum sínum með Helsingborgs IF.2.september 2-2 jafntefli við Ajax í deildinni Stimplar sig inn í hollensku úrvalsdeildina í sínum fyrsta heimaleik með því að skora bæði mörk síns liðs í jafntefli við meistarana í Ajax.26. september 4-0 sigur á Kozakken Boys í bikarnum Skorar öll fjögur mörkin í bikarsigri á neðri deildarliði Kozakken Boys en Alfreð var með tvö mörk í hvorum hálfleik.6. október 3-3 jafntefli við Vitesse í deildinni Kemur Heerenveen tvisvar yfir á útivelli á móti Vitesse, einu af efstu liðunum í deildinni, en það dugar þó ekki því Wilfried Bony jafnar leikinn þrisvar sinnum fyrir Vitesse.28. október 3-6 tap fyrir Heracles Almelo í deildinni Leggur upp fyrsta mark leiksins í byrjun leiks og skorar síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum.16. desember 3-1 tap fyrir FC Utrecht í deildinni Bætir 33 ára met Péturs Péturssonar með því að skora sitt 33. mark á árinu en markið skorar hann úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.22. desember 2-1 sigur á Vitesse í deildinni Endar árið með því að leggja upp fyrsta mark Heerenveen og skora síðan sjálfur sigurmarkið á 59. mínútu leiksins. 34. markið hans á árinu.Mynd/NordicPhotos/GettyEftirminnilegustu leikirnir hjá Alfreð árið 201323. febrúar 2-1 sigur á FC Twente í deildinni Alfreð skorar sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok á móti liðinu í þriðja sæti deildarinnar.2. mars 2-1 sigur á NAC Breda í deildinni Skorar bæði mörk Heerenveen á síðustu átta mínútunum í útisigri sem kemur liðinu upp um þrjú sæti og í 9. sætið í töflunni.30. mars 2-0 sigur á Feyenoord í deildinni Alfreð á þátt í báðum mörkum Heerenveen á síðustu fimm mínútunum, skoraði það fyrra og lagði upp það síðara.14. apríl 3-2 sigur á Willem II í deildinni Skorar tvö síðustu mörk Heerenveen í leiknum þar á meðal sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Með seinna markinu jafnar hann markamet Péturs Péturssonar sem skoraði 23 deildarmörk fyrir Feyenoord tímabilið 1979-1980. Bætti metið með marki á móti Ajax fimm dögum síðar.3. ágúst 4-2 sigur á AZ Alkmaar í deildinni Byrjar tímabilið með miklum látum þegar hann skorar tvö mörk og leggur upp hin tvö í 4-2 sigri í Íslendingaslag.15. september 4-2 sigur á Groningen í deildinni Kemur til baka eftir að hafa misst af leik vegna meiðsla og skorar tvö síðustu mörkin í leiknum sem jafnframt tryggja Heerenveen öll þrjú stigin.26. september 3-0 sigur á Twente í bikarnum Leggur upp fyrsta markið í fyrri hálfeik og skorar síðan sjálfur tvö mörk í seinni hálfleiknum á móti einu sterkasta liði deildarinnar.23. ágúst 3-3 jafntefli við Ajax í deildinni Alfreð jafnar leikinn í 2-2 með tveimur mörkum með tíu mínútna millibili eftir að Ajax komst í 2-0. Ajax náði að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik.8. nóvember 5-2 sigur á RKC Waalwijk í deildinni Alfreð skorar sína fyrstu þrennu í hollensku úrvalsdeildinni. Hann skorar þrjú mörk Heerenveen í röð og breytir stöðunni úr 1-0 í 4ö1.13. desember 2-1 sigur á Zwolle í deildinni Alfreð skorað tvö mörk, eitt í sitthvorum hálfleik, þar á meðal sigurmarkið rétt rúmum 20 mínútum fyrir leikslok.21. desember 5-1 sigur á AZ Alkmaar í deildinni Alfreð skorað sitt 30. mark á árinu auk þess að leggja upp tvö mörk fyrir félaga sína í stórsigri í Íslendingaslag.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn