Breiðablik komst aldrei ofar í töflunni á síðustu leiktíð en fjórða sæti þar til sigur á Stjörnunni í lokaumferðinni lyfti liðinu í annað sætið. Frábær endir á um margt undarlegu tímabili.
Liðið er sterkara í ár með Gunnleif í markinu auk þess sem Daninn Nichlas Rohde verður með liðinu frá fyrsta leik. Ungu strákarnir eru árinu eldri auk þess sem Guðjón Pétur og Ellert styrkja hópinn til muna. Liðið verður í toppbaráttunni og gangi allt eftir gæti sumarið orðið eftirminnilegt.
Stjarnan: Gunnleifur Gunnleifsson
Blikar opnuðu veskið í vetur og fjárfestu í landsliðsmarkverðinum. Með Gulla á milli stanganna hafa Blikar reynslubolta sem hefur unnið allt og ætti að geta miðlað af reynslunni til ungu strákanna.
Þjálfarinn
Ólafur Kristjánsson er 44 ára gamall og á sínu áttunda tímabili með liðið. Þetta er annað félagið sem hann þjálfar í efstu deild en hann þjálfaði áður Fram. Á að baki níu tímabil sem þjálfari í efstu deild (165 leikir, 64 sigrar, 48 prósent).
Nýju andlitin
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Gunnleifur V. Gunnleifsson (FH)
Nichlas Rohde (úr láni)
Jökull I. Elísabetarson (úr láni)
Árni Vilhjálmsson (úr láni)
Fylgstu með þessum:
Elfar Árni Aðalsteinsson – Húsvíkingurinn hefur verið sjóðandi heitur í vetur.
Hvað er langt síðan
… liðið varð meistari – 3 ár
… liðið spilaði í b-deild – 8 ár
… liðið féll úr deildinni – 12 ár
… liðið varð bikarmeistari – 4 ár
… liðið átti markakóng deildarinnar – 7 ár
… liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni – 3 ár
Einkunnaspjaldið
Vörnin 4/5
Sóknin 3/5
Þjálfarinn 4/5
Breiddin 3/5
Íslandsmeistari: 1 (2010)
Bikarmeistari: 1 (2009)
Spáin:
1. sæti: ???
2. sæti: ???
3. sæti: ???
4. sæti: Breiðablik
5. sæti: Valur
6. sæti: Fylkir
7. sæti: Fram
8. sæti: ÍA
9. sæti: ÍBV
10. sæti: Þór
11. sæti: Keflavík
12. sæti: Víkingur Ó.
