Enski boltinn

Klay Rooney kom í heiminn í nótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter

Wayne Rooney greindi frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi orðið faðir í annað sinn í nótt.

Eiginkona hans, Coleen, fór á fæðingardeildina á laugardagskvöld og lítill drengur kom svo í heiminn í nótt. Hann fékk nafnið Klay Anthony Rooney og vó fjórtán merkur.

Hann sagði að bæði móður og barni heilsaðist vel en fyrir áttu þau soninn Kai sem er þriggja ára gamall.

Rooney missti af leik United gegn West Brom á sunnudag vegna þessa en það var kveðjuleikur knattspyrnustjórans Alex Ferguson hjá félaginu.

Rooney hefur reyndar farið fram á sölu og kom ekki við sögu í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×