Nýr meðlimur í 20 marka klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2013 06:00 Pétur Pétursson með Feyenoord 1979. Mynd/Nordic Photos/Getty Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira