Nýr meðlimur í 20 marka klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2013 06:00 Pétur Pétursson með Feyenoord 1979. Mynd/Nordic Photos/Getty Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk
Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira